Hvað skal borða?

Ég á við stórt vandamál að etja sem hefur fylgt mér frá æsku en það er matvendni. Ég er alveg svakalega mikill gikkur og hef því alla tíð borðað mjög einhæft fæði. Þetta vandamál á ekkert mjög mikla samleið með breyttum lífsstíl. Eftir kjúklingasallat nokkra daga í röð er ég komin með æluna upp í háls og fisk læt ég bara helst ekki inn fyrir mínar varir. Þetta finnst mér alltaf vera svona helstu fæðutegundirnar sem fólk borðar þegar það er að reyna taka sig á, fiskur, kjúklingur, fiskur, kjúklingur úff ég fæ bara hroll.

Ég ákvað því um daginn þegar mér fannst ég vera búin að fá mér of oft próteinsheik og langaði í mat að fara og fá mér eina "holla" pizzu, já ég viðurkenni það að ég elska pizzur og hef alltaf gert. En allavega þá skellti ég mér á eina Saffran böku og borðaði hálfa í hádegismat með auðvitað grænmeti ofan á og mínus endarnir og svo rest í kvöldmat. Já nei nei hún Lilja var nú ekki sátt með þetta og sagði þetta vera svona sparimatur, sem sagt svona nammidags matur. Ha!! ekki fyrir mér, þetta var sko holl pizza ef ég ætlaði að fá mér nammimats pizzu þá yrði það ein eldbökuð með pepp og svepp en ekki Saffran baka með káli ofan á. En maður lærir víst alltaf eitthvað nýtt og í þessu tilfelli var það að holla pizzan mín er kannski ekkert svo holl.

Vandamálið þessa dagana er því að reyna finna eitthvað hollt að borða sem ég get borðað. Nammi og pepsimax leysið það er eitthvað sem hefur gengið vel og finn ég ekki fyrir miklum söknuði þó ég hafi fengið mér þetta á hverjum degi í mörg ár. 

Ræktin er bara æði með Lilju og stelpunum og það er alltaf gaman að mæta þrátt fyrir harðsperrur og þreytu. Í næstu viku er svo mæling hólý mólý, ég ætla hins vegar að reyna að missa ekkert svefn yfir henni og halda áfram á mínum hraða.

Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

4-5 skot af vodka, og allt bragðast eins.

Nú ætla ég ekki að fara að segja þér að nammi og pepsí séu eitthvert eitur, en það er dagljóst að það inniheldur heldur engin næringarefni.

Sykur er ekki næring, það er orka.

Kál er heldur ekki næring.

Ekkki veit ég svo hvernig þú getur borðað pizzu í hvert mál án þess að fá brjóstssviða.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2016 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband